Ljósmyndari / Vilhelm Gunnarsson
Tívolí bomba springur ínní reykjarmekki á flugeldasýningu fyrir miðnætti á gamlárskvöld.
Umsögn dómnefndar: Óvenjuleg og listræn flugeldamynd sem hefur fagurfræðilegar skírskotanir í ýmsar áttir. Á ægifagran hátt minnir hún okkur á ógnandi nærveru kórónuveirunnar. Táknrænn endapunktur á krefjandi ári.
Ljósmyndari/ Anton Brink
veður, 14. febrúar 2020. Rauð viðvörun.
Björgunarsveitafólk aðstoða ökumann sem festi bíl í grafarholti, byggingarverkamenn festa girðingu við kirkjusand, sjór flæddi yfir bryggju við granda, og öldugangur gekk yfir varnargarð við gömlu höfnina.
Ljósmyndari/ Rakel Ósk Sigurðardóttir
Þingvallavatn
Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson
Síðasta sumar komu mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít til Vestmannaeyja eftir langt ferðalag frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ í Kína. Í ágúst var þeim komið fyrir í Klettsvík, framtíðarheimkynnum þeirra.
Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon
Flestar flugvélar Icelandair sitja hreyfingarlausar á Keflavíkurflugvelli
Ljósmyndari/ Styrmir Kári
Læknisbústaðurinn á Hjaltastað, teiknaður af Guðjóni Samúelssyni.
Ljósmyndari/ Golli/Kjartan Þorbjörnsson
Arnarstofninn á Íslandi er í uppsveiflu og örninn farinn að eigna sér óðöl á stöðum sem ekki hafa hýst slík í heila öld eða lengur. Assa flýgur hátt yfir hreiðurhólma sem ekki má upplýsa hvar er og virðir fyrir sér óvelkomna gesti. Kríur úr varpi í nágrenninu eru ekki sáttar við lágflugið.
Ljósmyndari/ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Snæviþakinn Uppgönguhryggur í ríólítlandslagi Friðlands að fjallabaki.
Ljósmyndari/ Hörður Sveinsson
Barnafoss í haustlitum
Ljósmyndari/ Guðmundur Karl Sigurdórsson
Mögnuð glitský voru á himni þann 28. desember. Ekki var síður sjaldgæft að sjá flugslóða yfir landinu árið 2020.