• Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar
BLÍ
  • Myndir Ársins
  • Um okkur
  • Skilaleiðbeiningar

 

Portrettmynd ársins 2020 - Skýin skoðuð

Portrettmynd ársins 2020 - Skýin skoðuð

Ljósmyndari / Golli/Kjartan Magnússon

Li Yiwie kínverskur ljósmyndari búsett á Íslandi skoðar íslensku vetrarskýin.

Umsögn dómnefndar: Falleg, óræð og draumkennd mynd. Viðfangsefnið liggur og horfir upp á skýin en á sama tíma er eins og hún sjálf fljóti um í skýjabreiðunni. Óvenjulegt og vel útfært portrett. Myndbyggingin gefur tilfinningu fyrir óendanleika og ró.

Kári

Kári

Ljósmyndari/ Vilhelm Gunnarsson

Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar

Dragdrottningin Gógó Starr

Dragdrottningin Gógó Starr

Ljósmyndari/ Eyþór Árnason

Dragdrottningin Gógó Starr

Daði og Árný

Daði og Árný

Ljósmyndari/ Hallur Karlsson

daði freyr, gagnamagnið, eurovision, árný

Sigurgeir Bjartur Þórissson

Sigurgeir Bjartur Þórissson

Ljósmyndari/ Heiða Helgadóttir

Sigurgeir Bjartur Þórissson losnaði úr 14 daga sóttkví daginn áður en þessi mynd er tekinn, hann lét sér ekki leiðast í sóttkvínni. „Ég prentaði út andlit nokkurra vina og sviðsetti heimsókn þeirra til mín í sóttkvína þar sem þau voru andlit á töskum í alls konar aðstæðum, klippti myndirnar síðan í sundur og bjó mér til nýja vini."

ALDRAÐIR HAFA ORÐIÐ

ALDRAÐIR HAFA ORÐIÐ

Ljósmyndari/ Þorkell Þorkelsson

Mikilvægur hluti í vel heppnuðu viðbragði Landspítala gagnvart Covid19-heimsfaraldrinum var tilkoma svokallaðra "bakvarða" og liðsinni annars fyrrverandi starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, var einn þeirra sem svaraði kallinu og skráði sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Sigurður sést hér taka þátt í stofugangi hjá sjúklingum með Covid-19, en hann er nú á áttræðisaldri. Sigurður er einn reyndasti smitsjúkdómalæknir landsins og reyndist Landspítala enn og aftur kraftmikill liðsstyrkur.

Sigmar Vilhjálmsson

Sigmar Vilhjálmsson

Ljósmyndari/ Hallur Karlsson

Sigmar segir að það verði að laga í íslensku dómskerfi að einungis þeir sem eigi peninga geti farið í mál. Það eigi ekki að vera forréttindi hinna ríku

Þorleifur Örn Arnarsson

Þorleifur Örn Arnarsson

Ljósmyndari/ Hákon Björnsson

Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur getið sér gott orð úti í heimi og var valinn í fyrra leikstjóri ársins í Þýskalandi þar sem hann var búsettur með hléum í rúman áratug. Hann er nú genginn til liðs við Þjóðleikhúsið og mun í vetur setja upp Rómeó og Júlíu. Í nýjasta tölublaði Mannlífs lítur hann um öxl, ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og sorgina vegna systurmissis. Sjálfur segir hann hafa verið mikill vandræðaunglingur.

Reykjavíkurdóttir í sundi

Reykjavíkurdóttir í sundi

Ljósmyndari/ Golli/Kjartan Þorbjörnsson

Steiney Skúladóttir meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur undirbýr að stökkva framaf háa stökkpallinum í Sundhöll Reykjavíkur

Stella og Helgi

Stella og Helgi

Ljósmyndari/ Heiða Helgadóttir

Hjónin Helgi Ólafsson 91 árs og Stella Borgþóra Þorláksdóttir 89 ára kynntust á Siglufirði 1947, þar sem Helgi nam rafvirkjun hjá Síldarverksmiðju ríkisins. Helgi sem er fæddur og uppalinn á Raufarhöfn, kom tilbaka með sveinsprófið og konuna og þar hafa þau búið alla tíð síðan. Helgi tekur enn að sér verkefni við rafvirkjun þar sem enginn annar rafvirki er á Raufarhöfn.

Kristín Ómarsdóttir

Kristín Ómarsdóttir

Ljósmyndari/ Kristinn Magnússon

Kristín Ómarsdóttir, ljóðskáld.

Kristinn

Kristinn

Ljósmyndari/ Heiða Helgadóttir

Kristinn Sæmundsson hampræktandi og hundurinn Skotti

Katrín

Katrín

Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir listakona

Finnbogi

Finnbogi

Ljósmyndari/ Sigtryggur Ari

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður